Innlent

Fagnaði afmæli með máttarstólpum Framsóknar

Elsti framsóknarmaður heims býr í Holtsbúð í Garðabæ. Guðmundur Daðason heitir hann og fagnaði hundrað og fimm ára afmæli sínu í dag með vinum, vandamönnum og máttarstólpum Framsóknarflokksins.

Guðmundur gekk í Framsóknarflokkinn árið sem hann var stofnaður eða 1916 og hefur haldið tryggð við flokkinn síðan. Hann varð 105 ára 13.nóvember og hélt félögum sínum veislu í dag á Holtsbúð, þjónustuheimili aldraðra í Garðabæ, þar sem hann hefur notið góðrar umönnunar að eiginn sögn síðastliðin 6 ár.

Guðmundur er fæddur og alinn upp á Snæfellsnesi. Hann átti 14 systkyni og móðir hans varð 106 ára og systir 103. Máttarstólpar Framsóknaflokksins mættu til að heiðra sinn mann í dag .

Guðni Ágústsson, varaformaður Framsóknarflokksins, sagði yndislegt að hitta afmælisbarnið. Það væri glæisleg lífssaga að verða 105 ára og hafa svo góða heilsu og minni. Það væri stórkostlega upplifun. Aðspurður hvort hann yrði enn þá framsóknarmaður við 105 ára aldurinn sagði Guðni að hann byggist við því að hugsjónin yrði sú sama. Grunnurinn væri góður og bændur og kennarar hefðu stofnað Framsóknarflokkinn sem hefði umbreytt þjóðfélaginu á síðustu öld. Hann tryði því að Framsóknarflokkurinn yrði sterkur og stór þegar hann yrði 105 ára.

Guðmundur Daðason afmælisbarn sagði að Siv Friðleifsdóttir, ritari flokksins, hefði alltaf boðið honum á þorrablót Framsóknarflokksins og það sækti hann alltaf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×