Innlent

Sumarið eftir 10. bekk er áhættutími

MYND/Fréttablaðið
 

Sumarið eftir 10. bekk fara daglegar reykingar unglinga úr 11,7% í 15,1%. Þá fer hlutfall þeirra sem höfðu orðið ölvaðir síðustu þrjátíu daga úr 26% í 53% og þeirra sem höfðu reykt hass úr 9% í 12,7%. Þetta kom fram á kynningarfundi Lýðheilsustöðvar og Rannsóknar og greiningar í dag sem gerðu kannanir á nemendum í 10. bekk grunnskóla vorið 2004 og á sama árgangi nemenda í fyrsta bekk framhaldsskóla.

Neysla framhaldsskólanema á tóbaki, áfengi og öðrum vímuefnum hefur að mestu staðið í stað, en þó hefur neysla harðara efna aukist og dregið hefur úr reykingum. Mikið forvarnarstarf virðist þó hafa skilað sér í grunnskólum, þar sem neysla á tóbaki, áfengi og öðrum vímuefnum hefur dregist saman.

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×