Innlent

Svartur flekkur á himnum

Daglega laust fyrir klukkan fimm má sjá stóran, svartan flekk á himninum við Fossvog, en þar eru starrar á ferð á leiðinni í náttstað.

Á fjallstindi nokkrum á Sri Lanka þar sem ku vera fótspor Shitarta Prins eða búdda koma saman milljónir fiðrilda hvaðanæva að á sama tíma á ári hverju. Margir innfæddra telja að samkunda fiðrildana snúist um tilbeiðslu og innri íhugun.

Undarlegt hátterni það og sömuleiðis er undarlegt hátterni íslenskra starra í Reykjavík síðdegis. Þeir koma saman í þúsundavís á sama tíma, eða um fimm síðdeigis, á sama stað, í Fossvogsdalnum þar sem skógræktarstöð ríkisins er umkringd trjám.

Einar Þorleifsson, fuglafræðingur, segir að starrarnir mæti á staðinn á hverju einasta kvöldi allan veturinn og spjalli mikið saman. Starrarnir vilji hafa tíma til að undirbúa sig undir náttstaðinn. Skógarþrestir komi líka á sama stað en þeir komi seinna en Starrarnir og komi fáir í einu. Störrunum finnist öryggi í að vera saman en þeir eru líka miklar félagsverur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×