Innlent

Bílgreinasambandið 35 ára

MYND/Pjetur

Bílgreinasambandið var með dagskrá í dag vegna þrjátíu og fimm ára afmælis félagsins. Dagskráin fór fram á Hótel Nordica. Þar voru kynntar helstu nýjungar á vef félagsins www.bgs.is jafnframt því sem opnaður var sérstakur bílavefur Morgunblaðsins og bílaumboðanna.

Á heimasíðu bílgreinasambandsins er nú hægt að nálgast raunverð bíla með því að slá inn ekna kílómetra og skráningardag bifreiðar. Gagnagrunnurinn inniheldur nú ríflega 20.000 sölur. Af mörgum bílum eru ekki seld það mörg eintök að marktækt raunverð, en þá er hægt að styðjast við viðmiðunarverð.

Þegar Bílgreinasambandið var stofnað árið 1970 þjónustaði sambandið um það bil 47.000 bifreiðar og meira en helmingurinn var staðsettur á höfuðborgarsvæðinu. Í dag er bílgreinin að þjónusta yfir 180.000 bifreiðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×