Innlent

Sjónvarpsstöðin sögð áhugalaus um reikninga sína

Sjónvarpsstöð í Svíþjóð, sem Sigurjón Sighvatsson fjármagnar, er sögð áhugalaus um að borga reikningana sína. Stöðinni, sem nefnist Big TV og á að höfða til unglinga, verður hleypt af stokkunum í desember. Á vefsíðu fjölmiðilsins Dagens Media segir að lánardrottnar stöðvarinnar áformi að höfða mál til að fá greiddar sem svarar tæpum þremur milljónum íslenskra króna. Lánardrottnarnir eru orðnir langeygir eftir að fá borgað og hóta öllu illu en talsmaður Big TV segir að um misskilning sé að ræða og verið sé að semja um greiðslurnar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×