Innlent

Fæddist í Ártúnsbrekkunni

Lítilli telpu lá svo á í heiminn í nótt að hún yfirgaf móðurkvið í skyndingu, þegar verið var að flytja móðurina í sjúkrabíl á fæðingardeildina við Landsspítalann. Sjúkarbíllinn var þá neðst í Ártúnsbrekkunni og tóku sjúkraflutnignamenn og faðirinn á móti stúlkunni, auk þess sem lögregla kom til aðstoðar. Að sögn lögreglu heilsast móður og dóttur vel.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×