Innlent

Mikil uppbygging í Reykjanesbæ

Sjötíu til eitthundrað ný störf verða til árlega, næstu tíu árin, á alþjóðaflugvellinum í Keflavík. Fjöldi íbúða er í byggingu í Reykjanesbæ, og bæjarbúum hefur fjölgað um þrjú prósent það sem af er árinu.

Stóru bæjarfélögin sem næst eru höfuðborgarsvæðinu eru í mikill uppbyggingu og er Reykjanesbær gott dæmi um það. Það sem af er árinu hefur íbúum fjölgað um 300 en rúmlega ellefu þúsund búa í bænum. Þeir sem nýlega hafa flutt í Reykjanesbæ finnst það mikill kostur hversu stutt er í alla þjónustu. Eftirspurn eftir lóðum í bænum er enn mikil.

Skólastjóri Akurskóla er nýflutt með fjölskyldunar í Reykjanesbæ. Maðurinn hennar vinnur í Reykjavík og segir hún honum finnast lítið mál að keyra á milli. Hún segist einna fengust að losna við umferðina í borginni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×