Innlent

Sænskir iðnaðarmenn vilja til Íslands

Á þriðja tug sænskra iðnaðarmanna hafa haft samband við sendiráð Íslands í Svíþjóð til að komast í samband við íslensk verktakafyrirtæki.

Sænskur smiður, Jan Fridell, sem starfað hefur við framkvæmdir á Grundartanga ber veru sinni á Íslandi góða sögu í viðtali við tímarit byggingamanna, Byggnadsarbetaren, sem birtist hér í Svíþjóð í síðustu viku. Í kjölfar þess hafa fjölmargir sænskir smiðir haft samband við íslenska sendiráðið til að komast í vinnu í uppsveiflunni á Íslandi. Á áttunda áratugnum fóru fjölmargir smiðir til vinnu í Svíþjóð vegna atvinnuleysis á Íslandi, en nú virðist sú þróun hafa snúist við.

Vinnutíminn er þó langur, tíu tímar á viku sex daga vikunnar og er unnið átta vikur en síðan tveggja vikna frí. Hann segir starfið á Íslandi enda það auðfengnasta sem hann hefur fengið. Það hafi bara verið spurt hvenær hann gæti komið. Sænskir smiðir hafa þó áður kvartað í sama tímariti undan hinum lönga vinnutíma og löngu úthaldi í vinnu á Íslandi. Aukið atvinnuleysi meðal byggingamanna í Svíþjóð hefur þó leitt til þess að þeir sækja nú meira erlendis og þá virðist hvergi betra að fá vinnu en á Íslandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×