Innlent

Búa sig undir miklar óeirðir

Úr Clichy-sous-Bois hverfinu í París.
Úr Clichy-sous-Bois hverfinu í París. MYND/AP

Frönsk yfirvöld hafa gripið til frekari varúðarráðstafana og hert öryggisgæslu mikið þar sem búist er við óeirðum vegna ákvörðunar um sólarhringsbann við almennum fundum utandyra, sem tók gildi klukkan níu í morgun. Þúsundir lögreglumanna standa vaktina í París, en óttast er að óeirðaseggir hvetji til skemmdarverka í borginni.

Kveikt var í meira en 500 bílum í landinu nótt og hafa rúmlega 2400 manns verið handteknir síðustu tvær vikurnar. Miðborg Parísar hefur að mestu sloppið við óeirðirnar sem einkennt hafa Frakkland, en eftir að Chirac forseti tilkynnti um róttækar aðgerðir stjórnvalda til að sporna gegn óöldinni, óttast menn að til óeirða kunni að koma í borginni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×