Innlent

Gagnsærri peningarstefna

MYND/Vísir

Seðlabanki Íslands hefur ákveðið að taka upp fasta vaxtaákvörðunardaga frá og með næsta ári. Með þessu eykst gagnsæi peningarstefnunnar og trúverðugleiki, að því kemur fram í Vegvísi Landsbankans. Með þessari ákvörðun verður þeirri óvissu eytt sem ríkt hefur um tímasetningar á vaxtaákvörðunum.

Þetta felur það einnig í sér að Seðlabankinn þarf að útskýra það ef hann telur ekki ástæðu til að breyta vöxtum á þessum vaxtaákvörðunardögum. Heildstæð þjóðhags- og verðbólguspá verður birt oftar en áður eða þrisvar á ári í stað tvisvar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×