Innlent

Bíll endaði úti í á eftir aðsvif ökumanns

Betur fór en á horfðist þegar bíll fór út af veginum við Vesturósbrú nærri Sauðárkróki í morgun og endaði úti í ósnum. Ökumaður bílsins fékk aðsvif þegar hann kom akandi niður hlíð skammt frá brúnni. Þegar lögreglu- og sjúkralið kom á vettvang var bifreiðin öll á kafi en ökumaðurinn komst út úr bifreiðinni af sjálfsdáðum. Hann var fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til aðhlynningar en hann slapp svo gott sem ómeiddur úr óhappinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×