Innlent

Breytingartillaga að lögum um vátryggingar

Frumvarp til laga um breytingar á lögum um vátryggingarsamninga var lagt fram á ríkistjórnarfundi í gær. Þar er lagt til að gerður verði skýrari greinarmunur á svonefndum heilsutryggingum án uppsagnarréttar annars vegar og áhættulíftryggingum hins vegar.

Einnig var lögð fram breytingartillaga um rétt eftirlifandi maka til greiðslu vátryggingarfjárhæðar þegar um er að ræða par í staðfestri samvist. Lögin koma til framkvæmda um næstu áramót ef Alþingi samþykkir breytingarnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×