Innlent

Frávísunarkröfu Jóns Ólafssonar hafnað

Jón Ólafsson
Jón Ólafsson MYND/Vilhelm

Frávísunarkröfu lögmanns Jóns Ólafssonar kaupsýslumanns, máli hans og Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar var hafnað í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag og málinu frestað til 25.nóvember. Lögmaður Hannesar hefur nú frest til þess tíma til að leggja fram greinagerð í málinu.

Í dag var tekin fyrir í Héraðdómi Reykjavíkur krafa Hannesar um endurupptökun á ákvörðun Héraðsdóms um að heimila aðför samkvæmt hinum erlenda dómi á milli Jóns Ólafssonar og Hannesar. Gert var fjárnám í eigum Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar í byrjun október til að knýja á um greiðslur á sekt sem hann var dæmdur til að greiða í breskum dómstólum fyrir meiðyrði í garð Jóns.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×