Innlent

Vantar stefnu um gervifrjóvgun

Norðurlöndin hafa enga sameiginlega stefnu varðandi gervifrjóvgun.

Fjögur norrænu landanna hafa komið sér upp sinni eigin lagasetningu um gervifrjóvgun þrátt fyrir ýmsar tilraunir norrænu þjóðanna til að ná samkomulagi um sameiginlega stefnu.

Finnar hafa enga lagasetningu og gerir það Finnland að frjálslyndasta landinu á Norðurlöndum í þessum efnum. Norðmenn eru hinsvegar með ströngustu lagasetninguna. Svíar hafa breytt sínum lögum nokkrum sinnum frá árinu 1985 þegar þeirra lög voru fyrst sett. Íslendingar hafa sýnt vilja til að breyta sínum lögum í frjálslyndari átt. Danir hafa farið hinn gyllta meðalveg.

Þetta kemur fram í skýrslu sem er tekin saman af Norrænu nefndinni um lífsiðfræði. Nefndin heyrir undir Norrænu ráðherranefndina og hún stendur í dag fyrir ráðstefnu um gervifrjóvgun í Helsinki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×