Örykjum hafi fjölgað um þrjá hvern virkan dag frá áramótum 4. nóvember 2005 19:58 Bílastyrkur til hreyfihamlaðra og aldraðra verður ekki afnuminn. Þetta tilkynnti Jón Kristjánsson, heilbrigðisráðherra á Alþingi í dag þegar hann svaraði spurningum Helga Hjörvars við utandagskrárumræðu um fjölgun öryrkja og kjör þeirra. Ráðherra sagðist aldrei hafa haldið því fram að fólk færi á örorkubætur að gamni sínu, en benti á að öryrkjum hafi fjölgað um þrjá hvern virkan dag frá áramótum til 1. október og við því yrði að bregðast með einhverjum hætti. Helgi Hjrövar, þingmaður Samfylkingarinnar bað um umræðuna og gagnrýndi heilbrigðisráðherra harkalega, einkum fyrir skort á samráði við öryrkja. Helgi sagði ráðherrann hafa látið vinna áróðursskýrslu um það hvað öryrkjar hefðu mikinn ágóða af örorkunni og hve þeim fjölgaði óeðlilega án þess að hafa um það nokkurt samráð við heildarsamráð fatlaðra. Heilbrigðisráðherra sagði af og frá að umrædd skýrsla frá í vor hefði verið gerð í áróðursskyni. Fram hjá því yrði einfaldlega ekki horft að öryrkjum hefði fjölgað mjög undanfarin ár. Hann sagði þó að vísbendingar væri um að það væri að hægja á fjölguninni á þessu ári en samt sem áður hefði örorkulífeyrisþegum fjölgað úr 12.050 í 12.627 miðað við útgreiðslu Tryggingastofnunar ríkisins á fyrstu níu mánuðum ársins. Fjölgunin væri um 4,8 prósent sem svaraði til þess að öryrkjum hefði fjölgað um þrjá hvern virkan dag frá áramótum til 1. október. Það sem vakti þó mesta athygli í máli ráðherra var þó yfirlýsing hans um að bílastyrkur til hreyfihamlaðra og aldraðra yrði ekki afnuminn. Þessu fögnuðu þingmenn mjög, ekki síst málshefjandinn Helgi Hjörvar. Hann sagði lýðræðið hafa virkað. Enn fremur sagði hann að þegar fulltrúar í fjárlaganefnd hefðu séð tillöguna í fjárlagafrumvarpinu, að svipta ætti hreyfihamlaða bensínstyrk, þá hafi hann haldið að menn úr öllum flokkum hafi orðið undrandi og ekki síður Öryrkjabandalagið. Sú umræða sem farið hefði fram síðan á þingi, og þó einkum hjá þjóðinni, hefði orðið til þess að horfið hefði verið frá þessum fráleitu skerðingarhugmynd. Hann fagnaði því og þakkaði heilbrigðisráðherra fyrir að hafa tekið af skarið um málið og dregið skeringuna til baka. Hann minnti þó ráðherra á að hefði hann gætt samráðs um þessa hugmynd þá hefði hann aldrei sett hana fram í upphafi og því hefðu menn losnað við karpið og gefið sig að meira skapandi verkefnum á þinginu. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Bílastyrkur til hreyfihamlaðra og aldraðra verður ekki afnuminn. Þetta tilkynnti Jón Kristjánsson, heilbrigðisráðherra á Alþingi í dag þegar hann svaraði spurningum Helga Hjörvars við utandagskrárumræðu um fjölgun öryrkja og kjör þeirra. Ráðherra sagðist aldrei hafa haldið því fram að fólk færi á örorkubætur að gamni sínu, en benti á að öryrkjum hafi fjölgað um þrjá hvern virkan dag frá áramótum til 1. október og við því yrði að bregðast með einhverjum hætti. Helgi Hjrövar, þingmaður Samfylkingarinnar bað um umræðuna og gagnrýndi heilbrigðisráðherra harkalega, einkum fyrir skort á samráði við öryrkja. Helgi sagði ráðherrann hafa látið vinna áróðursskýrslu um það hvað öryrkjar hefðu mikinn ágóða af örorkunni og hve þeim fjölgaði óeðlilega án þess að hafa um það nokkurt samráð við heildarsamráð fatlaðra. Heilbrigðisráðherra sagði af og frá að umrædd skýrsla frá í vor hefði verið gerð í áróðursskyni. Fram hjá því yrði einfaldlega ekki horft að öryrkjum hefði fjölgað mjög undanfarin ár. Hann sagði þó að vísbendingar væri um að það væri að hægja á fjölguninni á þessu ári en samt sem áður hefði örorkulífeyrisþegum fjölgað úr 12.050 í 12.627 miðað við útgreiðslu Tryggingastofnunar ríkisins á fyrstu níu mánuðum ársins. Fjölgunin væri um 4,8 prósent sem svaraði til þess að öryrkjum hefði fjölgað um þrjá hvern virkan dag frá áramótum til 1. október. Það sem vakti þó mesta athygli í máli ráðherra var þó yfirlýsing hans um að bílastyrkur til hreyfihamlaðra og aldraðra yrði ekki afnuminn. Þessu fögnuðu þingmenn mjög, ekki síst málshefjandinn Helgi Hjörvar. Hann sagði lýðræðið hafa virkað. Enn fremur sagði hann að þegar fulltrúar í fjárlaganefnd hefðu séð tillöguna í fjárlagafrumvarpinu, að svipta ætti hreyfihamlaða bensínstyrk, þá hafi hann haldið að menn úr öllum flokkum hafi orðið undrandi og ekki síður Öryrkjabandalagið. Sú umræða sem farið hefði fram síðan á þingi, og þó einkum hjá þjóðinni, hefði orðið til þess að horfið hefði verið frá þessum fráleitu skerðingarhugmynd. Hann fagnaði því og þakkaði heilbrigðisráðherra fyrir að hafa tekið af skarið um málið og dregið skeringuna til baka. Hann minnti þó ráðherra á að hefði hann gætt samráðs um þessa hugmynd þá hefði hann aldrei sett hana fram í upphafi og því hefðu menn losnað við karpið og gefið sig að meira skapandi verkefnum á þinginu.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira