Innlent

Vísað tvisvar út sama kvöldið

Frá Keflavík
Frá Keflavík MYND/Vísir

Lögreglan í Keflavík vísaði sömu fimmtán ára stúlkunni út af tveimur vínveitingastöðum í bænum í nótt. Á einum staðnum voru þrjú ungmenni undir 18 ára aldri og þeirra á meðal stúlkan. Þeim var vísað út en þegar lögreglan kom á næsta stað mætti hún stúlkunni þar galvaskri, og var henni aftur vísað út. Veitingamennirnir eiga yfir höfði sér sektir fyrir að þjónusta ungmennin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×