Innlent

CIA hafi hugsanlega flogið með fanga um íslenska lofthelgi

Hugsanlegt er að bandaríska leyniþjónustan hafi flogið um íslenska lofthelgi með grunaða hryðjuverkamenn. Allt bendir til að slík vél hafi lent í Keflavík.

Danski þingmaðurinn Frank Aaen spurði Flemming Hansen, samgönguráðherra Danmerkur, um það hvort vélar á vegum CIA, sem hafi verið að flytja grunaða hryðjuvekramenn um heiminn hafi lent í Kaupmannahöfn.

Samkvæmt dönskum fjölmiðlum lenti slík vél í Kaupmannahöfn í mars. Hún hafi síðan farið þaðan 7. mars klukkan 8 um morguninn og tekið stefnuna á Kelfavík. Þá eru fregnir um það að vélar af þessu tagi hafi verið nokkuð tíðar í danskri lofthelgi frá árinu 2001.

Samkvæmt heimildum Stöðvar 2 er það algengara en fólk almennt heldur að slíkar vélar séu á ferð um heiminn og að þær hafi viðkomu hér eins og víðar. Oft er verið að flytja fangana á staði þar sem pyntingar eru leyfðar. Þá kemur það einnig fram í norskum fjölmiðlum að vélar á leið til og frá Guantanmo-fangabúðunum á Kúbu hafi verið í Noregi.

Flugvallarstjórinn í Stavangri staðfesti í samtali við dagblað í Noregi að CIA-vél á leið frá Rúmeníu hefði farið frá Stavangri til Keflavíkur fyrr á árinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×