Engin ástæða til að óttast skyndisölu á skuldabréfum 27. október 2005 13:00 Erfitt er að átta sig á því hvaða áhrif skuldabréfaútgáfa erlendra fjárfesta hefur á íslenskt efnahagslíf. Eiríkur Guðnason, seðlabankastjóri, segir að engin ástæða sé til að óttast að fjárfestarnir selji allir bréf sín á sama tíma. Jafn líklegt sé að þeir vilji eiga skuldabréfin áfram eða gefa út ný. Forstöðumaður Hagfræðistofnunar telur íslenska hagkerfið hins vegar komið að þolmörkum varðandi útgáfu erlendra aðila á skuldabréfum í íslenskum krónum. Erlendir fjárfestar hafa gefið út skuldabréf í íslenskum krónum fyrir rúma 100 milljarða króna, þar á meðal eru austurríska ríkið og Alþjóðabankinn sem aflar sér fjár á mörkuðum með því að gefa út skuldabréf. Eiríkur Guðnason seðlabankastjóri segir að erfitt sé að átta sig á því hvaða þýðingu skuldabréfaútgáfan hafi fyrir íslenskt efnahagslíf. Sumir óttist að þetta geti haft alvarleg áhrif síðar þegar eigendur bréfanna þurfa að selja, sérstaklega þegar margir gera það samtímis. En ekki sé ástæða til að óttast það. Bæði séu fjárfestarnir margir og líklegt að þeir vilji eiga skuldabréfin áfram eða gefa út ný þannig að bréfin verði til í eignasöfnum ýmissa aðila. Útgáfán geti valdið flökti á gengi krónunnar en ekki sé nein sérstök ástæða til að óttast það. Það vilji Íslendingum til happs að vera ekki lengur með gengismarkmið heldur verðbólgumarkmið. Eiríkur segir skuldabréfaútgáfuna jákvæða fyrir þjóðina að því leytinu til að útlendingar kynnist íslensku krónunni. Þeir munu kynna sér íslenskt efnahagslíf í meiri mæli en áður vegna þessa. Þá sé sú staðreynd að Alþjóðabankinn sé farinn að gefa út þessi bréf viðurkenning á því að íslenska krónan sé gjaldmiðill meðal gjaldmiðla í heiminum. Tryggvi Þór Herbertsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar, telur íslenska hagkerfið vera að nálgast þolmörk hvað varðar útgáfu erlendra aðila á skuldabréfum í íslenskum krónum. En útgáfan er nú kominn í eitt hundrað milljarða, eða sem svarar til um eins þriðja af fjárlögum íslenska ríkisins. Fréttir Innlent Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Fleiri fréttir Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Sjá meira
Erfitt er að átta sig á því hvaða áhrif skuldabréfaútgáfa erlendra fjárfesta hefur á íslenskt efnahagslíf. Eiríkur Guðnason, seðlabankastjóri, segir að engin ástæða sé til að óttast að fjárfestarnir selji allir bréf sín á sama tíma. Jafn líklegt sé að þeir vilji eiga skuldabréfin áfram eða gefa út ný. Forstöðumaður Hagfræðistofnunar telur íslenska hagkerfið hins vegar komið að þolmörkum varðandi útgáfu erlendra aðila á skuldabréfum í íslenskum krónum. Erlendir fjárfestar hafa gefið út skuldabréf í íslenskum krónum fyrir rúma 100 milljarða króna, þar á meðal eru austurríska ríkið og Alþjóðabankinn sem aflar sér fjár á mörkuðum með því að gefa út skuldabréf. Eiríkur Guðnason seðlabankastjóri segir að erfitt sé að átta sig á því hvaða þýðingu skuldabréfaútgáfan hafi fyrir íslenskt efnahagslíf. Sumir óttist að þetta geti haft alvarleg áhrif síðar þegar eigendur bréfanna þurfa að selja, sérstaklega þegar margir gera það samtímis. En ekki sé ástæða til að óttast það. Bæði séu fjárfestarnir margir og líklegt að þeir vilji eiga skuldabréfin áfram eða gefa út ný þannig að bréfin verði til í eignasöfnum ýmissa aðila. Útgáfán geti valdið flökti á gengi krónunnar en ekki sé nein sérstök ástæða til að óttast það. Það vilji Íslendingum til happs að vera ekki lengur með gengismarkmið heldur verðbólgumarkmið. Eiríkur segir skuldabréfaútgáfuna jákvæða fyrir þjóðina að því leytinu til að útlendingar kynnist íslensku krónunni. Þeir munu kynna sér íslenskt efnahagslíf í meiri mæli en áður vegna þessa. Þá sé sú staðreynd að Alþjóðabankinn sé farinn að gefa út þessi bréf viðurkenning á því að íslenska krónan sé gjaldmiðill meðal gjaldmiðla í heiminum. Tryggvi Þór Herbertsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar, telur íslenska hagkerfið vera að nálgast þolmörk hvað varðar útgáfu erlendra aðila á skuldabréfum í íslenskum krónum. En útgáfan er nú kominn í eitt hundrað milljarða, eða sem svarar til um eins þriðja af fjárlögum íslenska ríkisins.
Fréttir Innlent Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Fleiri fréttir Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Sjá meira