Engin ástæða til að óttast skyndisölu á skuldabréfum 27. október 2005 13:00 Erfitt er að átta sig á því hvaða áhrif skuldabréfaútgáfa erlendra fjárfesta hefur á íslenskt efnahagslíf. Eiríkur Guðnason, seðlabankastjóri, segir að engin ástæða sé til að óttast að fjárfestarnir selji allir bréf sín á sama tíma. Jafn líklegt sé að þeir vilji eiga skuldabréfin áfram eða gefa út ný. Forstöðumaður Hagfræðistofnunar telur íslenska hagkerfið hins vegar komið að þolmörkum varðandi útgáfu erlendra aðila á skuldabréfum í íslenskum krónum. Erlendir fjárfestar hafa gefið út skuldabréf í íslenskum krónum fyrir rúma 100 milljarða króna, þar á meðal eru austurríska ríkið og Alþjóðabankinn sem aflar sér fjár á mörkuðum með því að gefa út skuldabréf. Eiríkur Guðnason seðlabankastjóri segir að erfitt sé að átta sig á því hvaða þýðingu skuldabréfaútgáfan hafi fyrir íslenskt efnahagslíf. Sumir óttist að þetta geti haft alvarleg áhrif síðar þegar eigendur bréfanna þurfa að selja, sérstaklega þegar margir gera það samtímis. En ekki sé ástæða til að óttast það. Bæði séu fjárfestarnir margir og líklegt að þeir vilji eiga skuldabréfin áfram eða gefa út ný þannig að bréfin verði til í eignasöfnum ýmissa aðila. Útgáfán geti valdið flökti á gengi krónunnar en ekki sé nein sérstök ástæða til að óttast það. Það vilji Íslendingum til happs að vera ekki lengur með gengismarkmið heldur verðbólgumarkmið. Eiríkur segir skuldabréfaútgáfuna jákvæða fyrir þjóðina að því leytinu til að útlendingar kynnist íslensku krónunni. Þeir munu kynna sér íslenskt efnahagslíf í meiri mæli en áður vegna þessa. Þá sé sú staðreynd að Alþjóðabankinn sé farinn að gefa út þessi bréf viðurkenning á því að íslenska krónan sé gjaldmiðill meðal gjaldmiðla í heiminum. Tryggvi Þór Herbertsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar, telur íslenska hagkerfið vera að nálgast þolmörk hvað varðar útgáfu erlendra aðila á skuldabréfum í íslenskum krónum. En útgáfan er nú kominn í eitt hundrað milljarða, eða sem svarar til um eins þriðja af fjárlögum íslenska ríkisins. Fréttir Innlent Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Fleiri fréttir Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka Fái svigrúm til að líta inn á við og taka utan um fjölskylduna Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Sjá meira
Erfitt er að átta sig á því hvaða áhrif skuldabréfaútgáfa erlendra fjárfesta hefur á íslenskt efnahagslíf. Eiríkur Guðnason, seðlabankastjóri, segir að engin ástæða sé til að óttast að fjárfestarnir selji allir bréf sín á sama tíma. Jafn líklegt sé að þeir vilji eiga skuldabréfin áfram eða gefa út ný. Forstöðumaður Hagfræðistofnunar telur íslenska hagkerfið hins vegar komið að þolmörkum varðandi útgáfu erlendra aðila á skuldabréfum í íslenskum krónum. Erlendir fjárfestar hafa gefið út skuldabréf í íslenskum krónum fyrir rúma 100 milljarða króna, þar á meðal eru austurríska ríkið og Alþjóðabankinn sem aflar sér fjár á mörkuðum með því að gefa út skuldabréf. Eiríkur Guðnason seðlabankastjóri segir að erfitt sé að átta sig á því hvaða þýðingu skuldabréfaútgáfan hafi fyrir íslenskt efnahagslíf. Sumir óttist að þetta geti haft alvarleg áhrif síðar þegar eigendur bréfanna þurfa að selja, sérstaklega þegar margir gera það samtímis. En ekki sé ástæða til að óttast það. Bæði séu fjárfestarnir margir og líklegt að þeir vilji eiga skuldabréfin áfram eða gefa út ný þannig að bréfin verði til í eignasöfnum ýmissa aðila. Útgáfán geti valdið flökti á gengi krónunnar en ekki sé nein sérstök ástæða til að óttast það. Það vilji Íslendingum til happs að vera ekki lengur með gengismarkmið heldur verðbólgumarkmið. Eiríkur segir skuldabréfaútgáfuna jákvæða fyrir þjóðina að því leytinu til að útlendingar kynnist íslensku krónunni. Þeir munu kynna sér íslenskt efnahagslíf í meiri mæli en áður vegna þessa. Þá sé sú staðreynd að Alþjóðabankinn sé farinn að gefa út þessi bréf viðurkenning á því að íslenska krónan sé gjaldmiðill meðal gjaldmiðla í heiminum. Tryggvi Þór Herbertsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar, telur íslenska hagkerfið vera að nálgast þolmörk hvað varðar útgáfu erlendra aðila á skuldabréfum í íslenskum krónum. En útgáfan er nú kominn í eitt hundrað milljarða, eða sem svarar til um eins þriðja af fjárlögum íslenska ríkisins.
Fréttir Innlent Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Fleiri fréttir Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka Fái svigrúm til að líta inn á við og taka utan um fjölskylduna Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Sjá meira