Lífið

Ófrískar konur í höfrungameðferð

Margir menn standa í þeirri trú að höfrungar séu bráðgáfaðar skepnur. Vísindamenn í Perú hafa hins vegar gengið skrefi lengri og bjóða nú upp á svokallaða höfrungameðferð fyrir barnshafandi konur. Þeir telja að orkan og hljóðbylgjurnar sem dýrin gefa frá sér hafi sérlega góð áhrif á ófædd börn, einkum á þroska heilans. Það gæti því allt eins orðið algeng sjón í sædýrasöfnum um allan heim að sjá ófrískar konur sem hvíla bumbuna við glervegginn á höfrungalauginni, í þeirri von að það geri börnin þeirra klárari.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.