Lífið

Elgar ráðast á elgsstyttu

Norsk hjón vöknuðu upp um nótt vegna undarlegra hljóða úr garði sínum fyrir skemmstu. Þegar þau fóru á fætur sáu þau hvar tveir elgir störðu á þau inn um svefnherbergisgluggann og létu sig svo hverfa. Þegar þau fóru út sáu þau hvar skrautstytta þeirra af elg lá mölbrotin í bakgarðinum. Hjónin Anne Marie og Lars Johan Tveten voru að vonum undrandi þegar þau komu út í garð sinn og sáu hvar 200 kílóa elgsstyttan þeirra lá mölbrotin í kjallaratröppunum. Enginn veit hvað það var sem orsakaði reiði elganna en eitthvað varð til þess að þeim fannst þeim ógnað af elgstyttunni. Hvort afbrýðissemi hafi verið upphafið í árásinni skal ósagt látið en eitt er víst þau komu ímynduðum keppinauti sínum fyrir kattarnef. Tveten hjónin búa á sveitabæ stutt fyrir utan bæinn Valle í Noregi en þar er stór skógur þar sem elgir halda sig til.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.