Ófrjósemisaðgerðum fjölgar 16. október 2005 00:01 Þeim karlmönnum sem láta gera á sér ófrjósemisaðgerðir hefur fjölgað mikið á undanförnum árum. Karlar eru um fjörutíu prósent þeirra sem fara í ófrjósemisaðgerðir. Fyrir fimmtán árum var hlutur karla um fimm prósent. Að sögn Sigríðar Haraldsdóttur hjá heilbrigðistölfræðisviði Landlæknisembættisins fóru 262 karlmenn í slíka aðgerð árið 2003 en 365 konur. Guðjón Haraldsson þvagfæraskurðlæknir segir að ekkert lát sé á þróuninni og að hún einskorðist ekki við Ísland því víða sé þetta hlutfall jafnvel mun hærra en hér á landi, til dæmis í Bandaríkjunum. Guðjón segir að hugsanlega megi rekja þessa þróun til þeirrar vitundarvakningar sem á sér stað um að aðgerðin sé mun áhættuminni hjá körlum. „Hjá konum er þetta í raun kviðarholsaðgerð sem gerð er á nokkuð hættusömu svæði en hjá körlunum er um frekar litla aðgerð að ræða og mun hættuminni. Svo tel ég að þessa aukningu megi einnig rekja til jafnréttisviðhorfa sem sífellt verða meira áberandi í þjóðfélaginu.“ Hann segir þá karla sem gangast undir aðgerðirnar alls ekki einsleitan hóp. „Þetta eru karlmenn úr öllum stéttum en ef eitthvað er hægt að segja til að skilgreina þennan hóp frekar þá eru þetta yfirleitt menn yfir 35 ára sem eiga fyrir tvö, þrjú eða fleiri börn og hafa tekið þá ákvörðun með sínum förunauti að eignast ekki fleiri börn.“ Guðjón segir að líta verði á ófrjósemisaðgerðir á körlum sem varanlega aðgerð þó hægt sé að endurtengja þá aftur. „En þó menn séu endurtengdir lokast fljótt fyrir farveg frumnanna aftur svo þeir verða orðnir ófrjóir aftur yfirleitt innan hálfs árs,“ útskýrir hann og bætir við að nokkur dæmi séu um það að karlar séu endurtengdir og eignist síðan börn. Hann ítrekar að menn verða ekki ófrjóir strax að ófrjósemisaðgerð lokinni og nefnir þar eitt erlent dæmi þar sem maður vildi kanna árangurinn þegar hann kom heim að aðgerð lokinni og uppskar tvíbura eftir tilraunina. Fréttir Innlent Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira
Þeim karlmönnum sem láta gera á sér ófrjósemisaðgerðir hefur fjölgað mikið á undanförnum árum. Karlar eru um fjörutíu prósent þeirra sem fara í ófrjósemisaðgerðir. Fyrir fimmtán árum var hlutur karla um fimm prósent. Að sögn Sigríðar Haraldsdóttur hjá heilbrigðistölfræðisviði Landlæknisembættisins fóru 262 karlmenn í slíka aðgerð árið 2003 en 365 konur. Guðjón Haraldsson þvagfæraskurðlæknir segir að ekkert lát sé á þróuninni og að hún einskorðist ekki við Ísland því víða sé þetta hlutfall jafnvel mun hærra en hér á landi, til dæmis í Bandaríkjunum. Guðjón segir að hugsanlega megi rekja þessa þróun til þeirrar vitundarvakningar sem á sér stað um að aðgerðin sé mun áhættuminni hjá körlum. „Hjá konum er þetta í raun kviðarholsaðgerð sem gerð er á nokkuð hættusömu svæði en hjá körlunum er um frekar litla aðgerð að ræða og mun hættuminni. Svo tel ég að þessa aukningu megi einnig rekja til jafnréttisviðhorfa sem sífellt verða meira áberandi í þjóðfélaginu.“ Hann segir þá karla sem gangast undir aðgerðirnar alls ekki einsleitan hóp. „Þetta eru karlmenn úr öllum stéttum en ef eitthvað er hægt að segja til að skilgreina þennan hóp frekar þá eru þetta yfirleitt menn yfir 35 ára sem eiga fyrir tvö, þrjú eða fleiri börn og hafa tekið þá ákvörðun með sínum förunauti að eignast ekki fleiri börn.“ Guðjón segir að líta verði á ófrjósemisaðgerðir á körlum sem varanlega aðgerð þó hægt sé að endurtengja þá aftur. „En þó menn séu endurtengdir lokast fljótt fyrir farveg frumnanna aftur svo þeir verða orðnir ófrjóir aftur yfirleitt innan hálfs árs,“ útskýrir hann og bætir við að nokkur dæmi séu um það að karlar séu endurtengdir og eignist síðan börn. Hann ítrekar að menn verða ekki ófrjóir strax að ófrjósemisaðgerð lokinni og nefnir þar eitt erlent dæmi þar sem maður vildi kanna árangurinn þegar hann kom heim að aðgerð lokinni og uppskar tvíbura eftir tilraunina.
Fréttir Innlent Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira