Innlent

Rauðglóandi sími

Síminn var rauðglóandi hjá Stígamótum í gær vegna þeirrar umræðu sem hefur verið í gangi um kynferðisafbrot gegn börnum. Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, segir að konur hafi bæði hringt og pantað viðtöl og komið til þeirra auk þess sem margir hefðu haft samband til að vita hvað þeir geta gert. Opinn fundur verður hjá Stígamótum klukkan tólf í dag. Ragnheiður Harðardóttir vararíkissaksóknari mætir á fundinn og fer yfir hlutverk saksóknara í kynferðisafbrotamálum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×