Erlent

Vonin um að finna slasaða dvínar

Björgunaraðgerðir í Pakistan stóðu yfir í alla nótt en þrír dagar eru síðan jarðskjálfti upp á 7,6 á Richter reið yfir landið. Höfuðborg landsins, Islamabad, er svo gott sem rústir einar og eru menn vonlitlir um að finna mikið fleira fólk á lífi. Þó fundust kona og barn í gær í rústum eins hússins þar sem þau höfðu verið föst í yfir 60 klukkustundir. Jarðskjálftinn er sá versti í sögu landsins en talið er að allt að 30 þúsund manns hafi látist í landinu af hans völdum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×