Erlent

Fuglaflensa í Tyrklandi

Um tvö þúsund kalkúnar drápust af völdum fuglaflensu í vesturhluta Tyrklands. Mehdi Eker landbúnaðarráðherra sagði frá þessu í sjónvarpsviðtali í dag en sagði yfirvöld þegar hafa gripið til aðgerða til að koma í veg fyrir útbreiðslu sjúkdómsins. Hann sagði stjórnvöld hafa stjórn á fuglaflensunni. Þetta er í fyrsta skipti sem fuglaflensa greinist í Tyrklandi en fuglaflensu varð vart í árósum Dónar í Rúmeníu fyrir skemmstu. Nú er verið að rannsaka sýni þaðan til að fá á hreint hvort um sömu veiru er að ræða og hefur kostað bæði menn og dýr lífið í Asíu á undanförnum mánuðum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×