Erlent

Neyðarástand í Mið-Ameríku

Að minnsta kosti tvö hundruð og fimmtíu manns hafa farist í gríðarlegum aurflóðum í Mið-Ameríku og Mexíkó undanfarna daga. Fellibylnum Stan, sem nú er orðinn að hitabeltisstormi, fylgdu svo miklar rigningar að mettaður jarðvegur hefur gefið eftir í hverju héraðinu á fætur öðru og kaffært heilu þorpin í eðju. Enn meiri rigning hamlar björgunaraðgerðum og hefur forseti Gvatemala, sem hvað verst hefur orðið úti, beðið þingið um að lýsa yfir neyðarástandi í landinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×