Erlent

Segir hættu á heimsfaraldri

Aðstoðarheilbrigðisráðherra Bandaríkjanna sagði í gær að hætta sé á að frekari útbreiðsla fuglaflensu geti orsakað heimsfaraldur farsóttarinnar.Ráðherrann, Mike Leavitt, sagði- að þar til bær yfirvöld í Bandaríkjunum og öðrum ríkjum heims væru að leita leiða til að vernda- fólk fyrir veirunni, en hugsanlega yrði ekki nægilega mikið bóluefni tiltækt. Nýlega birtu bandarískir vísindamenn niðurstöður rannsókna sem staðfesta að Spænska veikin, sem dró um 50 milljónir manna til dauða árið 1918, hefði verið stökkbreytt fuglaflensa.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×