Erlent

Jólastemmningin hafin í Bretlandi

Það er áttatíu og einn dagur til jóla og því ekki seinna vænna að hefja jólainnkaupaæðið. Sem betur fer ekki hér á landi, enn sem komið er, en á Bretlandi er jólastemmningin - ef hægt er að kalla það stemmningu - allsráðandi í verslunum. Jólatilboðin eru hafin í Asda, þar sem verð á fjörutíu vinsælustu tölvuleikjunum hefur verið lækkað. Tesco-verslanir eru alþaktar skreytingum og jólamatur, jólakökur og jólaskreytingar eru á tilboði. Hjá Boots voru jólavörurnar komnar í hillurnar þegar í september! Íslenska leikfangaveldið Hamleys tekur hins vegar ekki þátt í þessu brjálæði. Þar verða jólaljósin ekki tendruð fyrr en fimmta nóvember, einum og hálfum mánuði fyrir aðfangadag...



Fleiri fréttir

Sjá meira


×