Erlent

Spánska veikin barst úr fuglum

Spánska veikin, sem varð 50 milljónum manna að bana á árunum 1918-1919, barst að öllum líkindum í menn úr fuglum og veiran sem olli sjúkdómnum deilir genastökkbreytingum með fuglaflensunni sem dregið hefur tugi manna til bana í Asíu. Að þessu hafa bandarískir vísindamenn komist og segja þetta undirstrika þá hættu sem mönnum stafi af fuglaflensuveirunni, en óttast er að fuglaflensan verði að svipuðum heimsfaraldri og spánska veikin varð snemma á síðustu öld. Þá hefur annar hópur vísindamanna endurskapað veiruna sem olli spánsku veikinni á smitsjúkdómastofnun Bandaríkjanna þar sem hennar er vel gætt. Vonast er til að tilraunir með veiruna geti varpað frekara ljósi á það hvers vegna hún var svo skæð og þannig hjálpað mönnum að berjast við fuglaflensufaraldur ef hann brýst út.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×