Erlent

Eldgos í El Salvador

Eldfjallið Ilamatepec sem er skammt frá borginni Santa Ana í vesturhluta El Salvador byrjaði að gjósa í nótt eftir að hafa legið í dvala í áratugi. Mikið hraun flæðir nú frá fjallinu og reykmökkur hefur náð rúmlega fimmtán kílómetra hæð. Óttast er að tveir menn hafi farist þegar skriður féllu í grennd við fjallið, en hundruð manna hafa neyðst til að flýja heimili sín vegna eldgossins. Eldfjallið er í rúmlega 60 kílómetra fjarlægð frá höfuðborginni San Salvador og eru stjórnvöld í El Salvador að íhuga frekari aðgerðir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×