Mega vera án réttinda 1. október 2005 00:01 "Við tókum eftir því að ekki var verið að greiða þau gjöld sem kveðið er á um til stéttarfélagsins," segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness um á annan tug danskra iðnaðarmanna sem hafa starfað fyrir Ístak að stækkun Norðuráls. Félagið fór fram á að þau gjöld yrðu greidd og fékk þá bréf frá lögfræðingi Samtaka atvinnulífsins sem kom þeim á óvart. "Þeir túlka lögin svo að einungis þurfi að uppfylla lágmarkslaun, yfirvinnugreiðslur, orlofsgreiðslur, lágmarkshvíldartíma og hámarksvinnutíma," segir Vilhjálmur. "Ótal önnur kjaraatriði sem um hefur samist í kjarasamningum síðustu áratugi eru ekki innifalin." Hann nefnir uppsagnarfrest, veikindaréttindi, slysarétt og fleira. "Þetta er í fyrsta skipti sem við fáum þessa skýringu. Séu lögin svona verða menn að gera svo vel að laga þau. Fyrirtæki eru að komast hjá ótal kostnaðarsömum kjaraatriðum þegar þau ráða menn í gegnum starfsmannaleigur. Skúli Thoroddsen, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, segir afstöðu Samtaka atvinnulífsins algerlega ólíðandi. "Lagatúlkunin er bara móðgun við verkalýðshreyfinguna," segir hann. "Þau lög sem vísað er til gera ráð fyrir því að greiða eigi lágmarkslaun. Þau eru ákveðin í kjarasamningum. Þessi nýja lína gengur hins vegar út á það að fyrirtæki innan samtakanna þurfi ekki að fylgja ákvæðum kjarasamninga um suma starfsmenn. Hrafnhildur Stefánsdóttir, yfirlögfræðingur Samtaka atvinnulífsins, segir Ístak starfa í samræmi við lög um réttarstöðu starfsmanna sem starfa tímabundið á Íslandi á vegum erlendra fyrirtækja. "Ístak er ekki vinnuveitandi þessara manna," segir Hrafnhildur, en þeir eru starfsmenn stórrar danskrar starfsmannaleigu. Fréttir Innlent Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Fleiri fréttir Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Sjá meira
"Við tókum eftir því að ekki var verið að greiða þau gjöld sem kveðið er á um til stéttarfélagsins," segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness um á annan tug danskra iðnaðarmanna sem hafa starfað fyrir Ístak að stækkun Norðuráls. Félagið fór fram á að þau gjöld yrðu greidd og fékk þá bréf frá lögfræðingi Samtaka atvinnulífsins sem kom þeim á óvart. "Þeir túlka lögin svo að einungis þurfi að uppfylla lágmarkslaun, yfirvinnugreiðslur, orlofsgreiðslur, lágmarkshvíldartíma og hámarksvinnutíma," segir Vilhjálmur. "Ótal önnur kjaraatriði sem um hefur samist í kjarasamningum síðustu áratugi eru ekki innifalin." Hann nefnir uppsagnarfrest, veikindaréttindi, slysarétt og fleira. "Þetta er í fyrsta skipti sem við fáum þessa skýringu. Séu lögin svona verða menn að gera svo vel að laga þau. Fyrirtæki eru að komast hjá ótal kostnaðarsömum kjaraatriðum þegar þau ráða menn í gegnum starfsmannaleigur. Skúli Thoroddsen, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, segir afstöðu Samtaka atvinnulífsins algerlega ólíðandi. "Lagatúlkunin er bara móðgun við verkalýðshreyfinguna," segir hann. "Þau lög sem vísað er til gera ráð fyrir því að greiða eigi lágmarkslaun. Þau eru ákveðin í kjarasamningum. Þessi nýja lína gengur hins vegar út á það að fyrirtæki innan samtakanna þurfi ekki að fylgja ákvæðum kjarasamninga um suma starfsmenn. Hrafnhildur Stefánsdóttir, yfirlögfræðingur Samtaka atvinnulífsins, segir Ístak starfa í samræmi við lög um réttarstöðu starfsmanna sem starfa tímabundið á Íslandi á vegum erlendra fyrirtækja. "Ístak er ekki vinnuveitandi þessara manna," segir Hrafnhildur, en þeir eru starfsmenn stórrar danskrar starfsmannaleigu.
Fréttir Innlent Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Fleiri fréttir Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Sjá meira