Innlent

Slæmt ástand leiksvæða

Íbúar í Reykjavík sem fengu sig fullsadda af slæmu ástandi leiksvæða í Breiðholtinu tóku daginn snemma, brettu upp ermar og hófust handa. Ragnar Sær Ragnarsson, sem sækist eftir fimmta sætinu í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í nóvember, ákvað að leggja sitt af mörkum til að bæta opnu leiksvæði borgarinnar. Hann fékk þrjá vini sína, tvö smiði og einn sjómann til liðs við sig og notuðu þeir daginn til að bæta leiksvæði við Arnarbakka í Breiðholti. Sjálfur er Ragnar menntaður leikskólakennari. Þeir ákváðu að laga leiktæki sem þeir fréttu að væru stórskemmd. Lélegt ástand leiktækjanna kom fram í skýrslu sem lögð var fram af varaformanni ÍR, skýrslan var lögð fram í júní og ekkert hafði gerst síðan. Ragnar segist með framtakinu vilja vekja athygli á hversu slæmt ástandið. Ástandið sé óvenju slæmt í Breiðholti. Laga þurfi þar opnu leiksvæði borgarinnar. Efnið til verksins fékk Ragnar frá Hamiðjunni og Barnasmiðjunni. Hann segir leikkastala á svæðinu vera slysagildru vegna þess hversu illa farinn hann er. Í skýrslunni sem Ólafur Gylfason í ÍR gerði eru meðal annars íþróttasvæðin í Breiðholti borin saman við samskonar svæði í Garðabæ og er munurinn mikill. Ragnar segir að það þurfi að virkja íbúa og íbúasamtök í þessa vinnu. Hugleiða þurfi hvernig Reykvíkingar vilji sá þessi leiksvæði og ef ekki er vilji til að sinna svæðunum þá sé betra að loka þeim.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×