Erlent

Varar við brottflutingi frá Írak

Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, varar við því að bandaríski herinn verði sendur frá Írak. Hún telur það geta haft skelfilegar afleiðingar að yfirgefa landið og láta þannig stjórn þess í hendur samviskulausra morðingja. Á fundi með námsmönnum í Princeton-háskóla í Bandaríkjunum sagði Condoleezza Rice það siðferðilega skyldu ríkisstjórnar George Bush, forseta, að tryggja lýðræði í Miðausturlöndum, þar sem það skipti sköpum í baráttunni gegn alþjóðlegri hryðjuverkastarfsemi. Þarna væri ekki um að ræða samsteypu andstöðumanna í grasrótinni, heldur væru þetta miskunnarlausir morðingjar sem vilja stuðla að algjöru borgarastríði meðal múslima um gervöll Mið-Austurlönd. Ef þeim tækist það myndi þeir byggja upp ríki harðstjórnar og ógnar. Ef Bandaríkin hverfa frá Írak myndu þau missa af tækifærinu til að búa þar til lýðræðisríki, það myndi gera Bandaríkin berskjaldaðri.  



Fleiri fréttir

Sjá meira


×