Innlent

Starfsmenn létu af aðgerðum

Starfsmenn Slippstöðvarinnar að létu af aðgerðunum í samráði við lögfræðing sinn á sjötta tímanum í dag. Sú ákvörðun var tekin eftir fundahöld með lögmanni fyrirtækisins og stjórnarformanni. Starfsmenn hafa þó ekki fengið tryggingu fyrir því að laun þeirra verði greidd. Starfsmenn Slippstöðvarinnar á Akureyri stóðu vörð um fyrirtækið í nótt. Starfsmennirnir hófu aðgerðir sínar í gær með því að logsjóða fyrir dyr fyrirtækisins til að koma í veg fyrir að tæki yrðu flutt þaðan, en farið hefur verið fram á gjaldþrotaskipti Slippstöðvarinnar og verður gjaldþrotabeiðni tekin fyrir á mánudaginn. Starfsmennirnir vildu með aðgerðum sínum tryggja það að þeir fengju laun sín greidd.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×