Innlent

Hrapaði við smalamennsku

Maður var fluttur alvarlega slasaður með þyrlu Landhelgisgæslunnar á slysadeild, eftir að hafa hrapað úr klettabelti í Bitrufirði þar sem hann var við smalamennsku. Snjór var í klettabelti fyrir ofan bæinn Þórustaði og þar skrikaði honum fótur. Hann féll niður í bala fyrir neðan klettabeltið, um 50 til 100 metra. Slysið varð skömmu eftir hádegi en ekki tókst að tilkynna um það fyrr en rétt fyrir klukkan þrjú þar sem ekki er gsm samband í firðinum. Áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar flutti manninn til Reykjavíkur. Samkvæmt upplýsingum frá vakthafandi lækni á slysadeild er maðurinn með áverka á brjóstholi en ástand hans er stöðugt.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×