Erlent

Venesúela flytur gjaldeyrisforðann

MYND/Vísir
Venesúela fært gjaldeyrisforða landsins í sjóði í Evrópu og öðrum löndum. Forseti landsins, Hugo Chavez tilkynnti um þetta en hingað til hefur gjaldeyrisforði landsins verið í bandarískum ríkisskuldabréfum. Hann lét þó ekki uppi um hversu háa upphæð væri að ræða. Hann sagði ástæðu færslunnar vera þá ógn sem landinu stafaði af bandarískum yfirvöldum. Góðvinur George Bush, forseta Bandaríkjanna, Pat Robertson sagði fyrir skömmu að drepa ætti Chavez og hefur það valdið stirðum samskiptum milli landanna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×