Innlent

Vörubíll valt á Öxnadalsheiði

Vörubíll valt á Öxnadalsheiði um tíuleytið í gærkvöldi. Að sögn lögreglunnar á Akureyri mætti bílstjóri vörubílsins öðrum bíl og til að forða árekstri sveigði hann út af veginum. Bílstjórinn slasaðist ekki og skreið sem var á vörubílspallinum hreyfðist vart úr stað. Nóttin var annars róleg á Akureyri að sögn lögreglu; þó þurfti einn að gista fangageymslur vegna ölvunar og ökumaður var tekinn grunaður um ölvun við akstur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×