Erlent

Herinn verður í Írak segir Rice

Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir að ekki komi til greina að senda bandaríska herinn frá Írak. Hún telur að það geti haft skelfilegar afleiðingar að yfirgefa landið og láta þannig stjórn landsins í hendur samviskulausra morðingja. Þetta sagði Rice i á fundi með námsmönnum í Princeton-háskóla í gær og jafnframt, að ef stjórnvöld tækju ákvörðun um að fara frá Írak, þá væri verið að yfirgefa þá sem kysu að koma á lýðræði í landinu. Hún sagði ennfremur að það væri siðferðileg skylda ríkisstjórnar George Bush, bandaríkjaforseta, að tryggja lýðræði í Miðausturlöndum, því það skipti sköpum í baráttunni gegn alþjóðlegri hryðjuverkastarfsemi.  



Fleiri fréttir

Sjá meira


×