Innlent

Áfengissala ÁTVR eykst um 8%

Sala áfengis jókst um tæp átta prósent í verslunum ÁTVR milli áranna 2003 og 2004. Nær sextán milljónir lítra af áfengi seldust í fyrra í verslununum. Þar selst um 75 prósent af áfengi sem neytt er í landinu. Samdráttur er í sölu sterkra vína en léttvín vegur um 93 prósent af allri sölu vínbúðanna í lítrum talið. Hver landsmaður, sextán ára og eldri, drekkur um 71 lítra af áfengum drykk á ári. Höskuldur Jónsson, forstjóri ÁTVR, segir að þrátt fyrir um átta prósenta aukningu sölumagns hafi tekjurnar einungis aukist um fjögur prósent. "Það þýðir að við erum að selja meira af ódýrari drykkjum en áður var." Þegar horft er í hreinan vínanda sem hver landsmaður yfir fimmtán ára neytir sést að neysla áfengismagns hefur aukist. Árið 1990 drakk hver þeirra 5,24 lítra af alkóhóllítra árið 1990 en 6,14 lítra árið 2000 og 6.52 árið 2003, samkvæmt tölum Hagstofunnar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×