Innlent

Ástralar gefa mest

Ástralar, sem heitið hafa hæstri upphæð allra þjóða til hjálparstarfsins í Asíu, gefa líka langmest ef tekið er tillit til hlutfalls upphæðarinnar af vergri landsframleiðslu. Þeir tæplega 50 milljarðar íslenskra króna sem ríkisstjórn Ástralíu hefur heitið til hjálparstarfsins eru nærri 0,15 prósent af vergri landsframleiðslu þjóðarinnar. Það er nærri fimmtíu sinnum hærra hlutfall en Bandaríkjamenn gefa til hjálparstarfsins, svo að dæmi sé tekið. Af þeim tíu þjóðum sem hæstri upphæð verja til hjálparstarfsins er hlutfallið næsthæst hjá Norðmönnum, eða rúmlega 0,1 prósent af vergri landsframleiðslu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×