Forvarnir og áfengisneysla 13. janúar 2005 00:01 Unglingar og vímuefni - Rafn M. Jónsson Það voru ánægjulegar niðurstöður sem kynntar voru nýverið um vímuefnaneyslu íslenskra unglinga. Niðurstöðurnar voru afrakstur samstarfsverkefnis 35 landa í Evrópu, þar á meðal Íslands. Verkefnið er það þriðja í röðinni undir yfirskriftinni ESPAD (The European School Project on Alcohol and Other Drugs). Niðurstöðurnar sýna að heldur hefur dregið úr reykingum og áfengisneyslu íslenskra unglinga á aldrinum 15-16 ára og ber að fagna því. Neysla á kannabis virðist standa í stað og eina skuggann sem ber á æsku landsins er að aukning virðist eiga sér stað þegar um notkun sniffefna er að ræða. En í heildina er ástæða til að óska íslenskum unglingum og fjölskyldum þeirra til hamingju með þessar niðurstöður. Þótt niðurstöðurnar séu góðar og hægt sé að líta á þær sem ákveðinn áfanga er sigur ekki unninn, mikið starf er enn óunnið og ekki má slaka á í forvörnum og fræðslu. Ákveðin umræða um tilslakanir á áfengiskaupaaldri og aðgengi að áfengi á sér stað í samfélaginu. Lögð hefur verið fram tillaga um að lækka áfengiskaupaaldurinn frá 20 í 18 ár og enn fremur er hávær umræða um að leyfa sölu áfengis í matvöruverslunum. Fyrir tillögunum hafa menn svo fært ýmis misgóð rök. Ein þeirra eru að þessi hópur ungmenna drekki hvort sem er, þannig að eins gott sé að leyfa það. Má þá ekki alveg eins leyfa 110 km hraða á þjóðvegum landsins og að fara yfir á rauðu ljósi, við gerum það hvort sem er? Ef tillaga þessi nær fram að ganga leyfum við rúmlega átta þúsund ungmennum á aldrinum 18-20 ára að kaupa áfengi löglega. Ætla má að nú þegar geti hluti ungmenna á þessum aldri sjálfur keypt áfengi. Ef aldurinn verður lækkaður í 18 ár má gera ráð fyrir að sá hópur hliðrist um 1-2 ár. Þar af leiðandi gætu 15-17 ára unglingar keypt áfengi. Samkvæmt niðurstöðum í ESPAD-rannsókninni segjast 88% 15-16 ára eiga auðvelt með að verða sér úti um bjór, 80% um vín og 71% um sterkt áfengi. 11% þeirra sem þátt tóku í könnunni höfðu sjálf keypt áfengi 1-2 sinnum á síðustu 30 dögum þegar könnunin var gerð (sjá mynd 1). Að mínu viti yrði lækkun á áfengiskaupaaldri stórt skref aftur á bak í þeirri jákvæðu þróun sem virðist eiga sér stað hér á landi hvað varðar neyslu 15-16 ára unglinga og um leið í andstöðu við heilbrigðisáætlun rískisstjórnarinnar. Ef áfengi verður selt í matvöruverslunum fellur enn eitt verkfærið sem nýtist í forvarnastarfinu. Á norrænni ráðstefnu um rannsóknir á forvarnastarfi, sem haldin var í Stokkhólmi í byrjun desember 2004, komu fram áhugaverðar niðurstöður sem tengjast þessari umræðu. Meðal annars má nefna að þegar leyft var að selja bjór í búðum í Finnlandi 1969 jókst sala og neysla áfengis um 46% á landsvísu. Gerð var tilraun með sjálfsafgreiðslu, eins og þekkist í verslunum hérlendis, í nokkrum tilraunasveitarfélögum í Svíþjóð. Sú tilraun leiddi til 17% sölu- og neysluaukningar í viðkomandi sveitarfélögum og alls 9% nettóaukningar á landsvísu. Frá því að Finnar lækkuðu áfengisskatta um 44% árið 2004, til að sporna við verslun yfir landamærin, hefur orðið 40% auking á sölu áfengis, 100% aukning á einkainnflutningi áfengis og drykkja á sterku áfengi hefur stigið um 15%. Á árinu var einnig gerð könnun á því hvort unglingar, sem ekki höfðu aldur til, gætu keypt áfengi í verslunum í Finnlandi. Um var að ræða matvörubúðir, bensínstöðvar og sjoppur. Niðurstöðurnar voru eftirfarandi: 46,6% þeirra gátu keypt áfengi, 53,4% ekki. 43,8% stúlkna og 49,3% drengja fengu afgreitt áfengi. Af þessu má sjá að ef aðgengi að áfengi verður auðveldað má gera ráð fyrir aukinni neyslu þess. Þá sýndu niðurstöður að hækkun áfengiskaupaaldurs minnkar neyslu áfengis og að lækkun aldursins eykur neyslu áfengis. Ítrekað var mikilvægi staðbundinna forvarna og er samvinna sveitarstjórnenda og annarra hagsmunaaðila mikilvæg svo hægt sé að byggja upp og viðhalda góðum forvörnum. Gerum ekki afdrifarík mistök í þessum málaflokki án þess að skoða hvaða afleiðingar það getur haft í för með sér. Samþykkjum ekki unglingadrykkju með því að auðvelda þeim aðgengi að áfengi, höldum uppi öflugum forvörnum áfram m.a. með því halda því söluformi sem nú er og með þeim aldurstakmörkunum sem nú gilda. Eyðileggjum ekki það starf og þann árangur sem nú virðist vera að skila sér í þeim niðurstöðum sem fyrr er getið. Höfundur er verkefnastjóri áfengis- og vímuvarna á Lýðheilsustöð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Unglingar og vímuefni - Rafn M. Jónsson Það voru ánægjulegar niðurstöður sem kynntar voru nýverið um vímuefnaneyslu íslenskra unglinga. Niðurstöðurnar voru afrakstur samstarfsverkefnis 35 landa í Evrópu, þar á meðal Íslands. Verkefnið er það þriðja í röðinni undir yfirskriftinni ESPAD (The European School Project on Alcohol and Other Drugs). Niðurstöðurnar sýna að heldur hefur dregið úr reykingum og áfengisneyslu íslenskra unglinga á aldrinum 15-16 ára og ber að fagna því. Neysla á kannabis virðist standa í stað og eina skuggann sem ber á æsku landsins er að aukning virðist eiga sér stað þegar um notkun sniffefna er að ræða. En í heildina er ástæða til að óska íslenskum unglingum og fjölskyldum þeirra til hamingju með þessar niðurstöður. Þótt niðurstöðurnar séu góðar og hægt sé að líta á þær sem ákveðinn áfanga er sigur ekki unninn, mikið starf er enn óunnið og ekki má slaka á í forvörnum og fræðslu. Ákveðin umræða um tilslakanir á áfengiskaupaaldri og aðgengi að áfengi á sér stað í samfélaginu. Lögð hefur verið fram tillaga um að lækka áfengiskaupaaldurinn frá 20 í 18 ár og enn fremur er hávær umræða um að leyfa sölu áfengis í matvöruverslunum. Fyrir tillögunum hafa menn svo fært ýmis misgóð rök. Ein þeirra eru að þessi hópur ungmenna drekki hvort sem er, þannig að eins gott sé að leyfa það. Má þá ekki alveg eins leyfa 110 km hraða á þjóðvegum landsins og að fara yfir á rauðu ljósi, við gerum það hvort sem er? Ef tillaga þessi nær fram að ganga leyfum við rúmlega átta þúsund ungmennum á aldrinum 18-20 ára að kaupa áfengi löglega. Ætla má að nú þegar geti hluti ungmenna á þessum aldri sjálfur keypt áfengi. Ef aldurinn verður lækkaður í 18 ár má gera ráð fyrir að sá hópur hliðrist um 1-2 ár. Þar af leiðandi gætu 15-17 ára unglingar keypt áfengi. Samkvæmt niðurstöðum í ESPAD-rannsókninni segjast 88% 15-16 ára eiga auðvelt með að verða sér úti um bjór, 80% um vín og 71% um sterkt áfengi. 11% þeirra sem þátt tóku í könnunni höfðu sjálf keypt áfengi 1-2 sinnum á síðustu 30 dögum þegar könnunin var gerð (sjá mynd 1). Að mínu viti yrði lækkun á áfengiskaupaaldri stórt skref aftur á bak í þeirri jákvæðu þróun sem virðist eiga sér stað hér á landi hvað varðar neyslu 15-16 ára unglinga og um leið í andstöðu við heilbrigðisáætlun rískisstjórnarinnar. Ef áfengi verður selt í matvöruverslunum fellur enn eitt verkfærið sem nýtist í forvarnastarfinu. Á norrænni ráðstefnu um rannsóknir á forvarnastarfi, sem haldin var í Stokkhólmi í byrjun desember 2004, komu fram áhugaverðar niðurstöður sem tengjast þessari umræðu. Meðal annars má nefna að þegar leyft var að selja bjór í búðum í Finnlandi 1969 jókst sala og neysla áfengis um 46% á landsvísu. Gerð var tilraun með sjálfsafgreiðslu, eins og þekkist í verslunum hérlendis, í nokkrum tilraunasveitarfélögum í Svíþjóð. Sú tilraun leiddi til 17% sölu- og neysluaukningar í viðkomandi sveitarfélögum og alls 9% nettóaukningar á landsvísu. Frá því að Finnar lækkuðu áfengisskatta um 44% árið 2004, til að sporna við verslun yfir landamærin, hefur orðið 40% auking á sölu áfengis, 100% aukning á einkainnflutningi áfengis og drykkja á sterku áfengi hefur stigið um 15%. Á árinu var einnig gerð könnun á því hvort unglingar, sem ekki höfðu aldur til, gætu keypt áfengi í verslunum í Finnlandi. Um var að ræða matvörubúðir, bensínstöðvar og sjoppur. Niðurstöðurnar voru eftirfarandi: 46,6% þeirra gátu keypt áfengi, 53,4% ekki. 43,8% stúlkna og 49,3% drengja fengu afgreitt áfengi. Af þessu má sjá að ef aðgengi að áfengi verður auðveldað má gera ráð fyrir aukinni neyslu þess. Þá sýndu niðurstöður að hækkun áfengiskaupaaldurs minnkar neyslu áfengis og að lækkun aldursins eykur neyslu áfengis. Ítrekað var mikilvægi staðbundinna forvarna og er samvinna sveitarstjórnenda og annarra hagsmunaaðila mikilvæg svo hægt sé að byggja upp og viðhalda góðum forvörnum. Gerum ekki afdrifarík mistök í þessum málaflokki án þess að skoða hvaða afleiðingar það getur haft í för með sér. Samþykkjum ekki unglingadrykkju með því að auðvelda þeim aðgengi að áfengi, höldum uppi öflugum forvörnum áfram m.a. með því halda því söluformi sem nú er og með þeim aldurstakmörkunum sem nú gilda. Eyðileggjum ekki það starf og þann árangur sem nú virðist vera að skila sér í þeim niðurstöðum sem fyrr er getið. Höfundur er verkefnastjóri áfengis- og vímuvarna á Lýðheilsustöð.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun