Lífið

Sveinki fær bætur fyrir hreindýr

Danski flugherinn hefur fallist á að greiða jólasveini þar í landi bætur fyrir að hafa drepið eitt af hreindýrum hans. Atvinnujólasveinninni Olovi Nikanoff segist hafa orðið miður sín þegar hann kom að dýrinu dauðu í febrúar síðastliðnum, en hann hélt því því fram að það hefði drepist úr hræðslu þegar tvær F-16 herfþotur flugu lágt yfir beitiland dýrsins. Á þetta hefur flugherinn nú fallist eftir ítarlega rannsókn og greiðir Sveinka ríflega 320 þúsund krónur í bætur fyrir hreindýrsmissinn.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.