Innlent

Opið daglega eftir áramót

"Það er búið að vera að ganga frá pappírum og þinglýsa skjölum, þetta er bara eðlilegur tími sem fer í það að endurskoða starfsemi og sýningar í húsinu," segir Margrét, og bætir því við að langi fólk til að skoða safnið nú þurfi að hafa samband við Þjóðminjasafnið. "Síminn mun styðja við rekstur Fjarskiptasafnsins með því að greiða tvenn árslaun starfsmanna til tveggja ára," stóð í fréttatilkynningu frá Símanum í febrúar, en Margrét segir þessa fjármunir verða notaða til endurskoðunar á sýningunni. Safnið er að taka upp samstarf við Háskóla Íslands, og frá og með áramótum verður háskólastarfsemi í húsinu. Þá verður safnið opið á skrifstofutíma, og eins verður áfram hægt að fá leiðsögn um það á öðrum tímum, að sögn Margrétar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×