Erlent

Ríflega 50 látnir vegna Damrey

54 eru látnir eða saknað eftir mikil flóð í norðurhluta Víetnams sem rekja má til yfirreiðar fellibylsins Damrey. Gríðarmikil úrkoma fygldi fellibylnum sem leiddi til þess að ár flæddu yfir bakka sína og þrátt fyrir að 330 þúsund manns hafi verið fluttir af hættusvæðum en fjölmargra saknað eftir hamfarirnar. Þá hafa öldur rofið sjóvarnagarða sem komið hafði verið upp til að reyna að verja hrísgrjónaakra og hús færst á kaf í vatn auk þess sem aurskriður hafa valdið tjóni. Björgunarmenn leita enn fólks á flóðasvæðunum, en alls hafa 79 látist af völdum Damrey á Fillippseyjum, í Kína og Víetnam.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×