Erlent

Gekk nakinn um göturnar

Stjórnmálamaðurinn Keith Locke gaf kjósendum það vafasama kosningaloforð að hann myndi afklæðast og ganga nakinn um götur Auckland í Nýja-Sjálandi ef hann tapaði fyrir stjórnmálaandstæðingi sínum, Rodney Hide. Sá síðarnefndi var talinn ólíklegur til sigurs en kom á óvart og vann með yfirburðum. Locke neyddist til að standa við loforð sitt og brá á það ráð að klæðast eingöngu nærbuxum og láta mála líkama sinn eins og hann væri klæddur jakkafötum. "Ég varð að gera þetta," sagði Locke. "Í mínum flokki er staðið við loforðin."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×