Hægriflokkar sigra í Póllandi 25. september 2005 00:01 Fyrstu tölur í þingkosningunum sem fram fóru í Póllandi í gær bentu til að spár gengju eftir um afgerandi sigur tveggja hægriflokka, sem hafa boðað stjórnarsamstarf. Vinstriflokkarnir, sem sigruðu stórt í síðustu þingkosningum fyrir fjórum árum, biðu afhroð. Samkvæmt útgönguspá pólska ríkissjónvarpsins fékk íhaldsflokkurinn Lög og réttlæti 27,6 prósent atkvæða en flokkur frjálshyggjumanna, Borgaravettvangur, fékk 24,1 prósent. Fylgi Lýðræðislega vinstribandalagsins, arftaka pólska kommúnistaflokksins sem fékk um 41 prósent atkvæða í kosningunum fyrir fjórum árum, hrapaði niður í rúm ellefu prósent nú, samkvæmt útgönguspánni. Kjörsókn var lítil eins og reynar í flestum kosningum sem fram hafa farið í Póllandi frá því kommúnisminn féll. Úrslitin sýna afgerandi vilja pólskra kjósenda til stjórnarskipta. Báðir hægriflokkarnir eiga rætur í Samstöðu, verkalýðshreyfingunni sem gegndi burðarhlutverki í að steypa kommúnistastjórninni á níunda áratugnum. En líkt og þýskir kjósendur gerðu í þingkosningunum þar í landi fyrir viku heyktust pólskir kjósendur á því að veita þeim sem lengst vildu ganga í efnahagsumbótum umboð til að hrinda þeim í framkvæmd, með því að veita íhaldsflokknum forskot á frjálshyggjuflokkinn, en í skoðanakönnunum höfðu hlutföllin verið alveg á hinn veginn. Laga- og regluflokkurinn leggur meiri áherslu á að standa vörð um velferðarkerfið, þrátt fyrir að boða efnahagsumbætur með minni ríkisafskiptum, en í landi þar sem atvinnuleysi er samkvæmt opinberum tölum tæp átján prósent eru margir áhyggjufullir yfir því hvernig sparnaðaraðgerðir í ríkisrekstrinum muni snerta þá sjálfa. Samkvæmt útgönguspánum var gert ráð fyrir að hægriflokkarnir fengju 303 af 460 þingsætum. Það er öruggur meirihluti, en fjórum þingsætum undir þeim tveimur þriðju þingsæta sem þeir þyrftu að ráða yfir til að geta komið stjórnarskrárbreytingum í gegn. Miðað við að þessi úrslit gengju eftir var líklegast að leiðtogi Laga og réttlætis, Jaroslaw Kaczinsky, yrði forsætisráðherra. En hann hefur sagt að hann myndi ekki gefa kost á sér í embættið ef svo skyldi fara að eineggja tvíburabróðir hans, Lech Kaczynski, yrði kjörinn forseti lýðveldisins. Forsetakosningar fara fram í október og Kaczynski er sá frambjóðandi sem mests fylgis nýtur samkvæmd skoðanakönnunum. Erlent Fréttir Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Fyrstu tölur í þingkosningunum sem fram fóru í Póllandi í gær bentu til að spár gengju eftir um afgerandi sigur tveggja hægriflokka, sem hafa boðað stjórnarsamstarf. Vinstriflokkarnir, sem sigruðu stórt í síðustu þingkosningum fyrir fjórum árum, biðu afhroð. Samkvæmt útgönguspá pólska ríkissjónvarpsins fékk íhaldsflokkurinn Lög og réttlæti 27,6 prósent atkvæða en flokkur frjálshyggjumanna, Borgaravettvangur, fékk 24,1 prósent. Fylgi Lýðræðislega vinstribandalagsins, arftaka pólska kommúnistaflokksins sem fékk um 41 prósent atkvæða í kosningunum fyrir fjórum árum, hrapaði niður í rúm ellefu prósent nú, samkvæmt útgönguspánni. Kjörsókn var lítil eins og reynar í flestum kosningum sem fram hafa farið í Póllandi frá því kommúnisminn féll. Úrslitin sýna afgerandi vilja pólskra kjósenda til stjórnarskipta. Báðir hægriflokkarnir eiga rætur í Samstöðu, verkalýðshreyfingunni sem gegndi burðarhlutverki í að steypa kommúnistastjórninni á níunda áratugnum. En líkt og þýskir kjósendur gerðu í þingkosningunum þar í landi fyrir viku heyktust pólskir kjósendur á því að veita þeim sem lengst vildu ganga í efnahagsumbótum umboð til að hrinda þeim í framkvæmd, með því að veita íhaldsflokknum forskot á frjálshyggjuflokkinn, en í skoðanakönnunum höfðu hlutföllin verið alveg á hinn veginn. Laga- og regluflokkurinn leggur meiri áherslu á að standa vörð um velferðarkerfið, þrátt fyrir að boða efnahagsumbætur með minni ríkisafskiptum, en í landi þar sem atvinnuleysi er samkvæmt opinberum tölum tæp átján prósent eru margir áhyggjufullir yfir því hvernig sparnaðaraðgerðir í ríkisrekstrinum muni snerta þá sjálfa. Samkvæmt útgönguspánum var gert ráð fyrir að hægriflokkarnir fengju 303 af 460 þingsætum. Það er öruggur meirihluti, en fjórum þingsætum undir þeim tveimur þriðju þingsæta sem þeir þyrftu að ráða yfir til að geta komið stjórnarskrárbreytingum í gegn. Miðað við að þessi úrslit gengju eftir var líklegast að leiðtogi Laga og réttlætis, Jaroslaw Kaczinsky, yrði forsætisráðherra. En hann hefur sagt að hann myndi ekki gefa kost á sér í embættið ef svo skyldi fara að eineggja tvíburabróðir hans, Lech Kaczynski, yrði kjörinn forseti lýðveldisins. Forsetakosningar fara fram í október og Kaczynski er sá frambjóðandi sem mests fylgis nýtur samkvæmd skoðanakönnunum.
Erlent Fréttir Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira