Erlent

Hóta að sprengja olíuborpalla

Það er ekki nóg með að fellibylurinn Rita valdi usla á olíumörkuðum því olíuframleiðsla í Nígeríu dróst enn saman í dag vegna hótana uppreisnarmanna um að sprengja olíuborpalla og -leiðslur í loft upp. Bandaríska fyrirtækið Chevron lokaði Robertkiri-olíupallinum í dag eftir að hótanir bárust frá baráttusamtökum Níger-Delta um að ráðist yrði á hann. Samtals hefur olíuframleiðsla Nígeríu því dregist saman um 28.400 tunnur á dag síðustu daga en það jafngildir um einu prósenti landsframleiðslunnar. Uppreisnarmenn krefjast þess að leiðtogi þeirra, Mujahid Dokubu-Asari, verði látinn laus úr fangelsi sjálfsstjórnar fyrir Ijaw-ættbálkinn og aukins hlutar í olíugróða landsins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×