Lífið

Byrjaðu aldrei að reykja

Herferð gegn reykingum, sem ber yfirskriftina Byrjaðu aldrei að reykja hefst í dag. Takmark átaksins er að stuðla að umræðu og fræðslu án fordóma og brýna fyrir ungu fólki mikilvægi þess að afla sér upplýsinga og fræðslu áður en það byrjar að reykja. Margrét Hrafnsdóttir, framleiðandi, er framkvæmdastjóri herferðarinnar. Hún segir tilurð hennar vera hinstu ósk góðvinkonu sinnar, Ragnhildar Johnsdóttur, sem lést úr lungnakrabbameini aðeins fimmtug að aldri. Hún byrjaði ung að reykja en hætti fljótlega og hafði verið reyklaus í 25 ár þegar hún var greind með lungnakrabbamein, sem dró hana til dauða ári síðar. Margrét segir herferðina hefjast með frumsýningu á myndbandi með Erpi Eyvindarsyni og félögum, en samhliða myndbandinu verður heimildarmynd um gerð þess sýnd á sjónvarpsstöðinni Sirkusi. Á sunnudaginn verður svo sýndur umræðuþáttur, „Með eða á móti reykingum", þar sem Siv Friðleifsdóttir alþingismaður, Alma í Nylon, Davíð Smári úr Idolinu og Garðar Gunnlaugsson Valsari, ræða um ungt fólk og reykingar.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.