Lífið

Ný plata frá Sigur Rós í september

Meðlimir hljómsveitarinnar Sigur Rósar segja Takk, nýjustu plötu sína, ólíka fyrri plötum sínum. Þeir segjast hafa farið inn í hljóðverið, án þess að hafa samið nokkuð, og svo hafi einhver byrjað að spila og lögin orðið til. Takk kemur út 12. september. Meðlimir Sigur Rósar eru nýkomnir til landsins eftir langt tónleikaferðalag í Evrópu, Japan og í Ástralíu. Plötu þeirra, sem fengið hefur titilinn Takk, er beðið með mikilli eftirvæntingu, en hún kemur út 12. september. Meðlimir sveitarinnar segja plötuna ólíka fyrri plötum sínum, að því leyti hvernig unnið var að gerð hennar. Georg Holm sagði þá hafa farið í stúdíó án þess að vera búnir að semja eitthvað og að þeir hafi samið og tekið upp samtímis. Hann sagði lögin verða til þannig að einhver byrji að spila og svo bætist við lagið einhvern veginn. Orri Páll Dýrason sagði að titillinn Takk hafa orðið til þannig að þegar þeir væru búnir að spila á tónleikum þá varpi þeir orðinu upp á tjald og síðan hafi þeir farið að velta orðinu fyrir sér og þótt það skemmtilegt og því ákeðið að nefna plötuna takk. Sigur Rós heldur áfram tónleikaferðalagi sínu í næsta mánuði, með 23 tónleikum í Bandaríkjunum og í Kanada. Orri Páll Dýrason sagði að það væri óráðið hvenær þeir verða með tónleika á Íslandi en hann sagði að þá langaði til að vera með tónleika hérlendis þegar þeir koma heim.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.