Lífið

Líf og fjör í skólunum

Það var líf og fjör í og við grunnskólanna þegar þeir voru settir í dag. Nemendur fengu afhenda stundaskrá fyrir veturinn, en á morgun og á miðvikudag hefst skólastarfið samkvæmt stundaskránni í flestum grunnskólum Reykjavíkur. Spenna og eftirvænting var áberandi hjá krökkunum sem voru að byrja í skólanum, enda langt sumarfrí að baki. Þeir sem eru að hefja skólagöngu sína í fyrsta bekk grunnskólans voru boðaðir í viðtöl, ásamt foreldrum sínum. Tveir nemendur voru teknir tali og spurðir að því hvernig það væri að byrja í sex ára bekk: Bara gaman var svarið. Þau sögðust læra og fara í frímínútur og leika sér. Síðdegis var svo nýjasti grunnskóli landsins settur. Hann er í Norðlingaholti í Reykjavík og gengur enn sem komið er undir nafninu "Nýi skólinn í Norðlingaholti". Síðar í vetur er ráðgert að halda samkeppni um nafn á skólanum. 21 nemandi er skráður í skólann í fyrsta til sjötta bekk, en útlit er fyrir að allt að 60 nemendur verði í skólanum um áramót. Skólastjóri Norðlingaholtsskólans heitir Sif Vígþórsdóttir.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.